Í hálffimm fréttum Kaupþings er sagt frá því að miklar sveiflur urðu á gengi danska drykkjarvöruframleiðandans Carlsberg í dag, eftir að tilkynnt var um sölu nýs hlutafjár fyrirtækisins fyrir 30,5 milljarða danskra króna til að fjármagna um helming af þeim hluta yfirtökunnar á Scottish&Newcastle sem snýr að Carlsberg. Hlutafjárútboðið er það stærsta í sögu Danmerkur, en söluverð nýju hlutanna er 40% lægra en lokagengi félagsins á miðvikudaginn. Það er að því er segir í frétt Kaupþings töluvert meiri afsláttur en reiknað var með.