Miklar sveiflur einkenndu gjaldeyrismarkaði í dag og lækkaði gengi krónunnar um 0,30%. Lægst fór gengisvísitala krónunnar í 116,55 en hæst í 117,65. Seðlabankinn gaf út Peningamál eftir lokun markaða kl. 16:00 og hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1%, en búist var við 0,25% til 0,50% hækkun. Hækkunin því langt umfram væntingar.

Stýrivöxtum var haldið óbreyttum á Evrusvæðinu eins og búist var við. Á morgun verða birtar mikilvægar tölur af vinnumarkaði og er búist við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hafi mælst 5,4% í nóvember. Einnig er búist við að nýjum störfum hafi fjölgað um 200 þús. í nóvember.
Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 117,25 og endaði í 117,60. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 11 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3250
USDJPY 103,30
GBPUSD 1,9210
USDISK 64,85
EURISK 85,90
GBPISK 124,70
JPYISK 0,6285
Brent olía 38,95
Nasdaq 0,50%
S&P 0,10%
Dow Jones 0,25%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.