Fyrstu tölur af af landinu öllu að Norðvesturkjördæmi undanskyldu, benda til þess að ríkisstjórnin sé fallin. Þrátt fyrir það benda fyrstu tölur til þess að Sjálfstæðisflokkur hljóti fleiri atkvæði en kannanir höfðu gert ráð fyrir, en flokkurinn mælist með um 30% fylgi.

Framsókn tapar miklu fylgi frá fyrri kosningum og mælist með 10,4% fylgi en þar af tapaði flokkurinn 20% fylgi í Norðausturkjördæmi, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir lista flokksins.

Fyrstu tölur benda til þess að Samfylkingin hljóti afhroð og nái ekki manni inní í kraganum og Árni Páll Árnason og Oddný G. Harðardóttir eru bæði út eins og stendur.