Þó nokkrar sviptingar hafa verið á markaði með skuldabréf undanfarna daga og þá sérstaklega í lengri flokkum óverðtryggðra ríkisbréfa. Velta hefur verið miki og ávöxtunarkrafan sveiflast töluvert. Velta með ríkisbréf var í gær alls 12,5 milljarðar, sem samkvæmt Morgunkorni  Íslandsbanka verður að teljast óvenju mikið. Þar segir að söluþrýstingur hafi verið ráðandi og krafa lengri flokkanna hækkaði um 6-23 punkta í gær.

Ástæða þessarar þróunar virðist vera aukin óvissa meðal fjárfesta vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun. Hafa þeir því margir hverjir freistað þess að minnka við sig ríkisbréfaeign sína fyrir helgina, og vilja væntanlega bíða átekta og sjá hverju fram vindur í upphafi næstu viku,“ segir í Morgunkorninu.