Breska byggingafyrirtækið Barratt Developments lokaði í dag sex útibúum sínum og fækkaði störfum um 1.000. Þetta er gert til að bregðast við hruni í eftirspurn eftir nýju húsnæði.

Hjá Barratt starfa 6.700 manns. Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað um 84% á 2 mánuðum.

Fyrirtækið Taylor Wimpey, annað stórt byggingafyrirtæki í Bretlandi, tilkynnti um 900 uppsagnir fyrr í þessari viku. Þar á bæ eru menn í viðræðum við stærstu hluthafa félagsins um að safna 500 milljónum punda af fjármagni til að hressa upp á efnahagsreikning sinn.