Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjáramálaeftirlitsins, segir að búið sé að skapa of miklar væntingar og fyrirheit um aðgerðir fyrir skuldara sem aftur hefur búið til óvissu fyrir fjármálafyrirtæki og lánasöfn þeirra. Greiðsluvilji almennings minnkaði því óhjákvæmilega í kjölfarið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir jafnframt að fjármálakerfið standi að sumu leyti vel sem skýrist ef sterkum eiginfjárhlutföllum viðskiptabanka og skjólinu sem gjaldeyrishöftin hafa veitt fyrir ytri áföllum.

Unnur tók nýlega við sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins en hún starfaði áður sem yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins.