Greiningardeild Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í mánuðinum. Gangi það eftir fer verðbólga í 6,2%. Annað eins hefur ekki sést síðan á vordögum 210 þegar verðbólga var á snarpri niðurleið úr methæðum.

Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að þótt um útsölumánuði hafi verið að ræða þá sé margt sem vegi upp á móti verðlagslækkunum. Helst beri að nefna gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði, sem hefur hækkað um 12,5 krónur frá í desember, og skatta- og gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Til viðbótar sé útlit fyrir að matvara hækki nokkuð í verði.

Þá segir deildin að þótt mikil óvissa ríki um verðbólguhorfur þá bendi flest til þess að umtalsverðar hækkanir séu í pípunum á næstu mánuðum og muni ekki draga úr verðbólgu fyrr en í apríl.