Forseti Ecuadors Rafael Correa segir fráleitt að hætta að nota Bandaríkjadal sem gjaldmiðil landsins að því er Reuter greinir frá.

Eins og kunnugt er þá tók Ecuador um dali sem gjaldmiðil landsins í kjölfar hruns á efnahag landsns 1999. Nú steðjar að nýju mikill vandi að Ecuador í kjölfar hríðlækkandi olíuverðs. Ecuador er innan samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC.

Ecuador hefur ekki getað greitt af lánum sínum og margir telja að gjaldmiðillinn sé að fara með efnahag landsins. Rafael Correa segir hins vegar að ekki komi til greina að hætta að nota Bandaríkjadali og taka aftur upp eigin gjaldmiðil eins og margir telja rétt að gera.