Bandarísk stjórnvöld hafa sett Atlantshafsþorsk á lista yfir tegundir í hættu vegna ólöglegra og eftirlitslausra veiða. Ákvörðunin gæti haft mikil áhrif á íslenska útflytjendur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Íslenskur þorskur fellur undir skilgreiningu á Atlantshafsþorski en er þó ekki í útrýmingarhættu.. Bandaríkjamarkaður hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Á síðasta ári var slet fyrir 18 milljarða króna, en það er 29% hækkun milli ára.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að margt sé óljóst með regluverkið eigi að gilda, þ. á m. hvort að hugtakið Trusted Trader muni gilda um Ísland í heild eða einstaka fyrirtæki. Þegar hafi verið haft samband við Noreg og Kanda og að unnið verði með ríkjunum til að tryggja að Íslands lendi ekki í viðskiptaþvingunum vegna málsins.