Glitnir hefur samþykkt að selja 33,4% eignarhlut sinn í Sjóvá og er kaupandinn Milestone, sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, segir í fréttatilkynningu.

Söluverðið er 9,5 milljarðar króna og er heildarvirði Sjóvar því 28,5 milljarðar, miðað við það verð, og segir í tilkynningu að bankinn innleysi 2,4 milljarða í hagnað af sölunni.

Kaupverðið er greitt með peningum og fer frágangur viðskiptanna fram þann 19. maí næstkomandi, en Milestone átti fyrir 66,6% í Sjóva.

Glitnir segir að samhliða viðskiptunum kaupir bankinn eignarst bankinn helmingshlut í fjárfestingafélaginu Mætti með kaupum hluta af Milestone og stefnt er að því að fá aðra fjárfesta til liðs við félagið. Sjóva og Glitnir eiga Mátt til helminga eftir viðskiptin.