Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði fyrrum eigendur Milestone, þá Karl Wernersson og Steingrím bróðir hans, forstjóra fyrirtækisins og þrjá endurskoðendur KPMG, af ákæru í tengslum við hlutabréfakaup. Samkvæmt ákærunni hafði Milestone greitt Ingunni Wernersdóttur 4,6 milljarða króna fyrir bréf hennar í Milestone. RÚV greinir nú frá því að ríkissaksóknari hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar.

Fréttastofa RÚV greinir enn fremur frá því að saksóknari hafi áfrýjað öðru máli til Hæstaréttar, svokölluðu Aserta-máli. Í síðasta mánuði sýknaði Héraðsdómur Reykjaness þá Karl Löve Jó­hann­es­son, Gísla Reyn­is­son, Markús Mána Michaels­son Maute og Ólaf Sig­munds­son af ákæru fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Nafnið á málinu vísar til sænska félagsins Aserta AB sem fjórmenningarnir tengdust. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og í janúar 2010 var haldinn sérstakur blaðamannafundur að frumkvæði Seðlabankans í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra þar sem fjallað var um málið.