Milestone á nú í viðræðum við stærsta lánveitanda sinn, Glitnir, um fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar kemur jafnframt fram að fall bankakerfisins á Íslandi og erfiðleikar á fjármálamörkuðum í heiminum hafa haft umtalsverð áhrif á efnahag Milestone eins og annarra fyrirtækja á Íslandi.

Þá kemur fram að Milestone er útgefandi eftirfarandi markaðsbréfa sem voru á gjalddaga í október: MILE 08 1026.

„Vegna ofangreindra aðstæðna voru markaðsbréfin ekki greidd á gjalddaga,“ segir í tilkynningunni.

„Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu og af hálfu félagsins er að því stefnt, að niðurstaða náist innan fárra vikna í samstarfi við lánadrottna félagsins.“