Breski þingmaðurinn David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að snúa baki við stjórnmálum. Hann ætlar framvegis að einbeita sér að mannúðarmálum og sinna þeim sem minna mega sín. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, kvaddi bróður sinn í dag og sagði brotthvarf hans setja mark sitt á stjórnmálin, að því er fram kemur á vef breska dagblaðsins Guardian .

Miliband tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá samtökunum International Rescue Committee (IRC) sem m.a. hafa sinnt fólki á stríðshrjáðum svæðum í Afríku. Höfuðstöðvar samtakanna eru í New York í Bandaríkjunum.