Milli 150 og 230 manns munu missa vinnu í hverjum mánuði frá júlí fram í september en í apríl bárust Vinnumálastofnun 6 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 283 einstaklingum.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar í dag.

Tvær tilkynningar voru úr mannvirkjagerð, ein tilkynning úr flutningastarfsemi, ein tilkynning úr sérfræðiþjónustu, ein tilkynning úr iðnaði og ein tilkynning úr ýmissi þjónustu.

Fram kemur að helstu ástæður uppsagna eru rekstrarerfiðleikar, endurskipulagning og óvissa um samninga við viðskiptamenn.

Ef litið er á allar tilkynntar hópuppsagnir, sem borist hafa síðustu mánuði og koma til framkvæmda á árinu 2009, má sjá að flestir misstu vinnu í febrúar, eða yfir 1.100 manns, rúmlega 1.000 í janúar, tæplega 500 í byrjun mars, yfir 200 í apríl og yfir 100 í maí.

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.