Millibankavextir í Evrópu, Euribor, sem er kostnaður þess að fá evrur lánaðar í þrjá mánuði, lækkuðu úr 5% í 4,97% í dag.

Er það lægsta gildið frá því að Lehman Brothers féll, þann 15.september.

Til samanburðar má nefna að millibankavextir í London eða Libor, sem mældir eru í dollurum, eru taldir munu lækka um 21 punkta - niður í 3,85% - í dag.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar.