Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á Twitter síðu sinni á að heimili á Íslandi millifærðu um 20 milljarða króna til útlanda árið 2017 sem er tvöföldun frá árinu áður. Á Twitter síðu sinni segir Konráð þetta vera athyglisverða hlið á fjölgun erlendra ríkisborgara sem lítið hafi heyrst af.

Samkvæmt tölum af vef Hagstofunnar voru erlendir ríkisborgara búsettir á Íslandi 30.380 í árslok 2016 en 37.950 í árslok 2017 og er það fjölgun um 25% á milli ára.

Til samanburðar voru gjaldeyristekjur af loðnuveiðum 2017 lægri en millifærslur heimila til útlanda en þær námu um 18 milljörðum.