Fyrrum viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Kaupþings, sem nú heitir Arion banki, er grunaður um að hafa millifært rúmlega 60 milljónir króna af fjárvörslureikningum viðskiptavina sinna yfir á sinn eigin reikning.

Hún er auk þess grunuð um að hafa látið viðskiptavinahóp sinn kaupa skuldabréf og víxla sem voru útgefin af félögum í eigu náins venslafólks hennar.

Þetta kemur fram í kæru sem slitastjórn Kaupþings sendi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fyrir skemmstu, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði hún gott að vita loks fyrir hvað hún væri kærð.

„Ef ég verð lögsótt fyrir þetta þá er lítið mál fyrir mig að sanna sakleysi mitt fyrir réttum yfirvöldum,“ sagði hún í samtali við Viðskiptablaðið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .