Ferðaskrifstofan Transatlantic hefur undanfarið unnið skipulagningu reglulegs áætlunarflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar. Þetta kemur fram í frétt Túrista .

Staðið hafði til að notast við flugvél Estonian Air. Félagið varð þó gjaldþrota fyrr í mánuðinum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að styrkir eistneska ríkisisins til flugfélagsins væru ólöglegir. Félagið átti að endurgreiða rúmlega 12 milljarða króna auk vaxta en það reyndist félaginu of stór biti.

Að sögn Ómars R. Banine, talsmanns Transatlantic, standa nú yfir samningaviðræður við fyrirtækið sem hefur tekið við rekstri Estonian Air. Niðurstaða viðræðna ætti að liggja fyrir fljótlega. Félagið sem tekur við heitir Nordic Aviation Group.