Útlit er fyrir að flogið verði beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar næsta sumar.

Ekki hefur verið boðið upp á millilandaflug frá Akureyrarflugvelli síðan Iceland Express hætti áætlunarflugi þaðan sumarið 2012. Forsvarsmenn ferðaskrifstofunar Transatlantic hafa nú unnið af því að bjóða upp á beint flug en fréttavefurinn túristi.is greinir frá.

Gert er ráð fyrir því að eistneska flugfélagið Estonian Air muni sjá um flugið og að flugið muni kosta á bilinu 60 til 70 þúsund krónur. Stefnt er að því að fljúga frá lokum maí og út september alla laugardaga næsta sumar að sögn Egils Arnar Arnarssonar hjá Transatlantic.