Útgreiðslur séreignarsparnaðar, sem Alþingi veitti heimild fyrir vorið 2009, skila talsverðum tekjum til sveitarfélaganna. Miðað við umsóknir um útgreiðslu séreignarsparnaðar, sem höfðu borist fyrir lok mars 2010, reikna sveitarfélögin með að útgreiðslurnar skili þeim rúmlega 4 milljörðum í tekjur til ársins 2012. Í mars 2009 veitti Alþingi einstaklingum, sem eiga frjálsan lífeyrissparnað, heimild til að taka út allt að einni milljón króna á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010. Í desember 2009 var heimildin framlengd og gildir hún nú til 1. apríl 2011. Heildarupphæð til útgreiðslu var jafnframt hækkuð í 2,5 milljónir króna.

- Nánar í Viðskiptablaðinu