Rúmlega 1,2 milljarða króna kröfu Landsbanka Íslands á félög í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar var vísað frá dómi á þriðjudag og bankanum gert að greiða allan málskostnað.

Feðgarnir eru þekktastir fyrir aðkomu sína að Stími ehf. sem var sett á fót til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 25 milljarða króna fyrir hrun. á Jakob Valgeir var skráður stjórnarformaður Stíms. Auk þess reka þeir útgerð Í Bolungarvík.

Mál Landsbankans var höfðað gegn félagi sem heitir JV ehf. vegna lána sem útgerð feðganna tók hjá bankanum í svissneskri mynt. Félögin Ofjarl og Gafl, í eigu feðganna, voru í ábyrgðum fyrir láninu. Málinu var vísað frá þar sem það þótti ekki dómtækt vega óljósrar stefnu.