Nýsir seldi félagi í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar um 70 prósent af byggingarrétti lóðarinnar, þar sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið rís, á 450 milljónir króna í apríl síðastliðnum.

Tveimur mánuðum áður höfðu starfsmenn eignarhaldsfélagsins Portusar, sem sér um framkvæmdir á lóðinni, unnið verðmat sem sýndi að hægt væri að selja þriðjung af umræddri lóð á allt að 3,5 milljarða króna.

Því var byggingarréttur lóðarinnar seldur langt undir því sem Portus áætlaði virði hennar tveimur mánuðum áður.

Kaupverðið kemur fram í kaupsamningi frá 14. apríl, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Skýrt er tekið fram að ákvæði samningsins sé trúnaðarmál „að því er varðar fjárhagsleg atriði hans“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.