Dómstóll í litlu héraði í Wisconsin í Bandaríkjunum tók í dag fyrir mál sem framleiðendur farsíma um allan heim fylgjast með.

Í málinu sakar Spansion sem framleiðir minniskort Samsung um að framleiða vöru sem fyrirtækið hefur einkaleyfi fyrir. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Milljarðar dala eru í húfi fyrir Nokia, Apple, RIM sem framleiðir Blackberry, Google og Microsoft í fleiri sambærilegum málum.

Nokia hefur til að mynda kvartað yfir iPhone símanum frá Apple við Alþjóða viðskiptaráðið (e. International Trade Commission). Sú barátta getur jafnvel, að sögn Guardian, leitt til þess að að sala á iPhone yrði bönnuð í Bandaríkjunum.