*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 5. apríl 2013 09:53

Milljarða gjaldþrot hjá félagi Jakobs

Lánveitendur Róms fengu 0,0091% upp í kröfur sínar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skiptum er lokið á einkahlutafélaginu R400 ehf. sem áður hét Rómur ehf. Alls námu lýstar kröfur rúmlega 1,9 milljörð­ um króna. Félagið sem var stofnað í maí 2007 af Skollaborga ehf., félagi í eigu Hraðfrystihússins Gunnvöru, og Jakobi Val­geiri ehf. hélt utan um eignarhald og leigu aflaheimilda. Stærsti hluti eigna var í afla með þorsk og ýsu. Skiptum lauk með út­ hlutunargerð úr þrotabúinu en samtals greiddust rúmlega 1,7 milljónir króna upp í kröfur. Því greiddist um 0,091% upp í kröfur eftir því sem fram kom í Lögbirt­ingablaðinu.

Samkvæmt síðasta birta árs­ reikningi félagsins fyrir árið 2008 var það rekið með 1,8 milljarða tapi. Eignir félags­ins námu þá um 1,5 milljörðum króna en skuldir um 3,5 millj­örðum. Framkvæmdastjóri félagsins var á þeim tíma og frá stofnun Jakob Valgeir Flosason, oft tengdur við eignarhalds­ félagið Stím ehf.

DV bætir því við í umfjöllun um félagið í dag að Landsbankinn hafi verið eini kröfuhafi félagsins Þá segi að sama ár og Rómur var stofnað hafi það keypt hlutabréf í Halla ÍS 197 ehf og Kristjáni ÍS 816 ehf sem höfðu yfir að ráða fiskveiðiheimildum upp á samtals 440 tonn af ýsu, rúmum 400 tonnum af þorski tæpum 100 tonnum af steinbít. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is