Breski bankinn Royal Bank of Scotland tapaði 2,045 milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Gengi bréfanna hefur lækkað um rúmlega 4% núna í morgunsárið. Stærsti hluthafi RBS er breska ríkið, en það þjóðnýtti hluta bankans í hruninu árið 2008. Á seinustu tólf mánuðum hafa bréfin lækkað um rúmlega 46% og fæst hver hlutur nú á 184,27 pund.