Mikill áhugi ríkir meðal fjárfesta á ástralska vínframleiðandanum Treasury Wine Estates (TWE). Fyrirtækið hefur á stuttum tíma fengið tvö yfirtökutilboð í reksturinn, hvort um sig upp á nokkra milljarða dala.

Samkvæmt frétt BBC um málið hefur TWE nú fengið yfirtökutilboð frá ónefndu alþjóðlegu fjárfestingafyrirtæki sem hljóðar upp á 3,17 Bandaríkjadali, jafnvirði 368 milljarða íslenskra króna.

TWE er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi og á merki eins og Wolf Blass, Rosemount og Lindeman's, auk þess sem þekktasti vínframleiðandi Ástralíu, Penfolds, er í eigu fyrirtækisins.

Fyrirtækið stendur í endurskipulagningu sem felur í sér niðurskurð 175 starfa. Á síðasta ári seldi TWE 385 milljón flöskur og námu tekjurnar 1,6 milljörðum Bandaríkjadala.