Á næstunni munu milljarðar tunna í vörubirgðum olíufyrirtækja í Bandaríkjunum hverfa úr bókhaldi fyrirtækjanna. Fyrirtæki eins og Chesapeake Energy Corp. munu þurfa að fjarlægja 1,1 milljarð olíutunna úr bókfærðum varabirgðum.

Árið 2009 börðust fjölda olíufyrirtækja í sandsteinsvinnslu (e. Shale oil) fyrir því að þeim yrði gert kleift að bókfæra olíulindir sem væru ekki enn byrjað að dæla úr sem birgðir.

Fyrirtækjunum heimilað að bókfæra birgðirnar með þeim skilyrðum að olíuverð héldist nógu hátt til að vinnsla úr olíulindunum yrðu arðbær og að vinnsla myndi hefjast innan fimm ára. Á stuttum tíma nær tvöfölduðust bókfærðar birgðir og fjárfestar dældu peningum í fyrirtækin vegna aukinna væntinga um hagnað fyrirtækjanna.

Komið að skuldadögum

Nú eru fimm ár liðin þurfa fyrirtækin að viðurkenna það sem fjárfestar vissu þegar, að vinnsla er ekki hafin og olíulindirnar eru ekki arðbærar vegna lágs olíuverðs. Fyrirtækin þurfa því að afskrifa birgðirnar, en hjá sumum fyrirtækjum er þetta allt að 45% af heildar olíubirgðum.

Olíuvinnsla úr sandsteinsvinnslu er kostnaðarsamari heldur en hefðbundin olíuvinnsla, en eykur verulega það magn af olíu sem hægt er að ná úr olíulindum. Lágt olíuverð hefur gert vinnsluna mjög óarðbæra.

Fyrirtækin sem gátu nýtt sér þessa bókhaldsbrellu áttu í góðæri síðustu ár en líkur eru á því að þau muni nú lenda í töluverðum fjárhags vandræðum á næstu mánuðum; en stutt er þangað til þau þurfa að birta fjárhagstölur vegna ársins 2015.