Nærri níu milljarðar króna hið minnsta munu renna til erlendra aðila á árinu í formi vaxtagreiðslna af skuldabréfum útgefnum af íslenska ríkinu. Erlendum eigendum er heimilt að skipta greiðslunum í erlendan gjaldeyri og fara með fjármunina úr landi á seðlabankagengi.

Erlendir aðilar eiga um 76% allra útgefinna ríkisvíxla og um 21% af ríkisbréfum, samkvæmt nýjasta mánaðaryfirliti Lánamála ríkisins. Af skuldabréfaflokkunum, sem eru á gjalddaga 2012 og 2013, eiga þeir um 70 og 76 prósent allra útgefinna bréfa. Þeir eiga einnig stærstan hluta RIKB16, eða rúmlega 62%.

Lokað fyrir í flýti

Ein af ástæðum Seðlabanka Íslands fyrir hertum gjaldeyrishöftum var eignarhald erlendra aðila á ríkistryggðum skuldabréfum og skilmálar um að þeir megi skipta afborgunum í erlenda mynt. Breytingar á höftunum voru keyrðar í gegn á þingi þann 12. mars síðast- liðinn, eftir lokun markaða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.