Skiptum er lokið á þrotabúi AB158 ehf., sem var félag í eigu Inga Rafnars Júlíussonar fyrrverandi forstöðumanns Verðbréfamiðlunar Glitnis. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 26. júlí 2013 síðastliðinn án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem voru 872,9 milljónir króna.

Þá er einnig lokið skiptum á þrotabúi AB135 ehf., sem var í eigu Stefáns Sigurðssonar, sem einnig starfaði hjá Glitni. Engar eignir fundust heldur í því búi en kröfurnar voru 294,2 milljónir króna.

Samtals nema kröfurnar þrotabúin tvö um 1167 milljónum króna.