*

sunnudagur, 5. apríl 2020
Innlent 15. febrúar 2020 13:01

Milljarðakröfur fljúga á víxl á Bakka

Deila um framkvæmdakostnað PCC á Bakka gæti verið á leið fyrir gerðardóm. Verktakinn vill sex milljarða.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Jónasson

Enn er deilt um endanlegan framkvæmdakostnað við kísilverið PCC á Bakka sem kostaði um 37 milljarða í byggingu.

Þýska móðurfélag PCC á Bakka, PCC SE, hefur krafið verktakann sem byggði verksmiðjuna, SMS Siemag, um tafabætur. Félagið bókfærði 9,7 milljóna evra tekjur, um 1,3 milljarða króna, á fyrri helmingi árs 2018 í tafabætur. Upphaflega stóð til að verksmiðjan væri afhent seint á árinu 2017. Það tafðist hins vegar og framleiðsla hófst ekki fyrr en vorið 2018. Verksmiðjan var ekki afhent formlega fyrr en seint á síðasta ári. 

Sjá einnig: Niðurfærsla lífeyrissjóða á Bakka

Vegna tafanna tók PCC yfir 9,4 milljóna evra bankaábyrgð sem SMS hafði lagt fram í tengslum við framkvæmdirnar. SMS telur það ekki standast skoðun og fer fram á að fá þá fjárhæð endurgreidda og hefur hótað að senda deiluna fyrir gerðardóm. SMS beri ekki ábyrgð á auknum kostnaði og hefur alls gert mótkröfu á PCC upp á 44 milljónir evra, um sex milljarða. PCC hefur hafnað kröfunni og skoðar nú lagalegan rétt sinn um að gera kröfu um frekari bætur frá SMS. Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri PCC á Bakka, segir viðræður standa yfir. „Menn eru að tala saman og vilja síður að málið fari fyrir dómstóla,“ segir Rúnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Bakki PCC SMS Siemag