Samþykktar kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins Arnarfells námu rétt rúmum milljarði króna. Þrotabúið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 3. mars 2008 en slitum lauk í lok maí, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 551 milljón króna, 24 milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur sem voru samtals rétt tæplega 102 milljónir króna og 45%, eða 172 milljónir króna, fengust greiddar upp í 384 milljóna króna veðkröfur.