Fyrr á árum var kínverska Kommúnistaflokknum stjórnað af hinum vinnandi stéttum. Samkvæmt athugun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal hefur orðið talsverð breyting þar á.

Samkvæmt athuguninni sátu margir af auðmönnum Kína á landsfundi flokksins í nóvember. Meðal þeirra eru Liang Wengen, eigandi Sany Heavy Industry, stórs keppinautar Caterpillar, en auður hans er talinn nema 940 milljörðum króna (7,3 milljörðum Bandaríkjadala). Þar var einnig Zhou Haijiang en hann er talinn eiga 168 milljarða króna (1,3 milljarð dala)

Athugunin leiddi í ljós að 160 af 1024 ríkustu mönnum Kína, en auður þeirra nemur samtals 28.500 milljörðum króna (221 millj. dala), sitja á landsfundum flokksins, á löggjafarsamkomunni og ráðgjafarráðinu. Þessar stofnanir eru æðsu stofnanir flokksins.

Fleiri ríkir í kínverska þinginu en því bandaríska

Í kínverska þinginu sitja 2.987 þingmenn. Þingið hittist í tvær vikur og ári . Meðal verkefna þess er að það kýs forseta Kína auk annarra starfa. Af þessum tæpu 3.000 fulltrúum eru 75 meira af 1.024 ríkustu Kínverjunum. Að meðaltali eiga þeir yfir 130 milljarða króna.

Auður þessa fólks hefur vaxið 81% á árunum 2007-2012. Á sama tíma hefur auður þeirra sem ekki gegna embættum á vegum Kommúnistaflokksins vaxið um 47%. Af tölunum má ráða að það borgar sig að vera framámaður í Kommúnistaflokknum.

Í fulltrúadeild Bandaríkjanna eru 535 þingmenn en samanlagður auður þeirra er einhvers staðar á bilinu 230-838 milljarðar króna samkvæmt stofuninni Center for Responsive Politics.