Rússneski milljarðamæringurinn Mikhaíl Prokhorov lýsti því yfir í dag að hann sækjast eftir forsetaembættinu í forsetakosningunum í Rússlandi sem fram fara á næsta ári. Mótherji milljarðamæringsins er Vladimír Pútín.

© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Prokhorov ætlaði upphaflega að leiða stjórnmálaflokk sinn í nýyfirstöðnum þingkosningum og koma þeim þingmönnum frá sem hann segir munu leiða til nýs hruns í Rússlandi. Hann dró hins vegar framboð flokksins til baka.

Milljarðamæringurinn vinnur að því nú að safna stuðningi fyrir framboð sitt. Prokhorov nýtur fremur lítils stuðnings, samkvæmt því sem fram kemur í netútgáfu bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal.

Prokhorov á hlut í gullfyrirtækinu Polyus og Rusal. Hann hefur gagnrýninn á fangelsisdóm yfir milljarðamæringnum Mikhaíl Khodorkovsky sem gagnrýndi stjórnvöld í Rússlandi á sínum tíma. Hann galt fyrir það með þungum dómi auk þess sem stjórnvöld brutu upp fyrirtækjaveldi hans. Prokhorov óttast ekki sömu örlög: „Ég hef ekki gert neitt ólöglegt og hef því ekkert að óttast,“ hefur Wall Street Journal eftir honum.