Milljarðamæringur í Bandaríkjunum sem ekki hefur látið nafn síns getið hefur keypti heimsins dýrustu líftryggingu. Þetta er engin smáræðis trygging því að henni komu 19 tryggingafélög og og tók það þau sjö mánuði að setja tryggingapakkann saman. Líftryggingin hljóðaði upp á 201 milljón dala, jafnvirði 22,5 milljarða íslenskra króna.

Útgáfumógúllinn átti áður stærstu líftryggingu í heimi. Hana keypti útgáfumógúllinn David Geffen.

Heimsmetabók Guinnes hefur vottað líftrygginguna sme þá dýrustu í heimi.

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir lögfræðingi mannsins, sem er sagður fjárfestir í Silicon Valley, að með kaupum á líftryggingu vilji hann hjálpa erfingjum sínum við að komast undan því að greiða 45% erfðaskatt eftir andlát hans.