*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 11. júní 2018 14:50

Milljarðamæringur sækir um pólitískt hæli

Indverski milljarðamæringurinn Nirav Modi er sakaður um að hafa svikið 2 milljarða dollara út úr indverskum banka.

Ritstjórn
Verslun Nirav Modi í New York
epa

Indverskur eigandi skartgripaframleiðandans Nirav Modi hefur sótt um pólitískt hæli í London í kjölfar ásakana um 2 milljarða dollara svik í Indlandi. Eigandinn, sem heitir Nirav Modi rétt eins og fyrirtækið, hefur verið á flótta undan indverskum yfirvöldum síðan í febrúar, vegna ásakana um að hann hafi svikið 2 milljarða dollara út úr Punjab National Bank. Greint er frá þessu á vef BBC. 

Ýmsar Hollywood og Bollywood stjörnur hafa borið skartgripi Modi í gegnum tíðina. Þar má meðal annars nenfna Kate Winslet og Naomi Watts. Skartgripaframleiðandinn er meðal annars með verslanir í London, New York og Hong Kong.

Verslunum Modi í Indlandi hefur verið lokað og yfirvöld hafa lagt hald á eignir hans, þar á meðal bankareikninga og lúxusbifreiðar í hans eigu.

Modi hefur hagnast vel á skartgripasölunni í gegnum tíðina og til marks um það er hann samkvæmt Forbes einn ríkasti maður Indlands, en persónulegar eignir hans eru sagðar nema 1,75 milljörðum dollara.    

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is