Króna
Króna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Heildarfjárhæð innstreymis króna á síðasta ári var alls tæplega 11,8 milljarðar króna, að því er kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um innflutning aflandskróna.

Vigdís spurði hverjir hafi fengið að flytja inn aflandskrónur til fjárfestinga hér á landi og um hvaða fjárhæðir sé um að ræða. Óskaði hún eftir sundurliðuðu svari eftir hvort einstaklingar væru íslenskir eða erlendir og hvort fyrirtæki væru íslensk eða erlend.

Óskað var eftir svörum hjá Seðlabanka Íslands. Í svari bankans kemur hinsvegar fram að bankanum er ekki heimilt að birta upplýsingar um hverjir hafa fengið að flytja inn aflandskrónur, sundurliðað eftir fjárhæðum. Vísar bankinn til þagnarskyldu samkvæmt lögum um gjaldeyrismálum. Því fékkst ekki svar við öllum atriðum fyrirspurnarinnar.