Þegar kreppan var sem dýpst eftir hrunið 2008 greiddi bandaríska ríkið alls 80 milljónir dala, andvirði 9,7 milljarða króna, í atvinnuleysisbætur til fjölskyldna sem höfðu samanlagðar árstekjur yfir einni milljón dala. Í frétt Bloomberg segir að greiðslurnar hafi náð hápunkti árið 2010 þegar þær námu tæpum þrjátíu milljónum dala.

Um 3.200 fjölskyldur sem voru með vergar tekjur yfir einni milljóna dala árið 2010 fengu að meðaltali 12.600 dali í atvinnuleysisbætur það ár.

Í fréttinni segir að ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þeir fái atvinnuleysisbætur sem augljóslega þurfi ekki á þeim að halda, en tekjutengingu og þarfagreiningu er ekki fyrir að fara í sumum hlutum bandaríska velferðarkerfisins.

Fulltrúadeild Bandaríska þingsins samþykkti breytingatillögu að atvinnulöggjöf í desember 2011 sem hefðu sett 100% skatt á atvinnuleysisbætur