*

laugardagur, 4. júlí 2020
Erlent 13. maí 2018 15:28

Milljarðar í húfi fyrir Evrópulöndin

Evrópulöndin hafa fjárfest mikið í verkefnum í Íran eftir að landið skrifaði undir samning um að láta af framleiðslu kjarnavopna.

Ritstjórn
Mótmælendur í Íran brenna mynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Evrópulöndin hafa fjárfest mikið í verkefnum í Íran eftir að landið skrifaði undir samning um að láta af framleiðslu kjarnavopna. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Bandaríkin myndu draga sig út úr samkomulaginu er ljóst að fjárfesting milljarða evra fjárfesting margra Evrópulanda, með tilheyrandi verðmæta- og starfasköpun, er í hættu.

Í frétt á vef BBC segir að Evrópuríkin kunni að geta beitt svipuðum ráðum og þau gerðu gagnvart Bandaríkjunum í tengslum við Kúbu og þannig komist hjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn ríkjum sem stunda viðskipti við Íran. Þó eru áhöld um hvort þessar reglur séu enn í gildi. Því hafa fyrirtæki á borð við Shell farið þá leið að ræða við Bandaríkin um hvert tilvik fyrir sig. Ríki Evrópusambandsins flutti í fyrra út vörur til Íran fyrir um 10,8 milljarða evra, sem samsvarar um 1.320 milljörðum króna, sem er þó ekki nema 0,6% af útflutningsverðmæti landa Evrópusambandsins.