Það er ekki einungis Landsvirkjun sem þarf að sætta sig við að fara á mis spennandi tækifæri og verkefni sökum þess að raforkukerfið er komið að þanmörkum. Svipuð staða er uppi í flutningskerfi raforku. Á síðasta ári gaf Landsnet, sem annast flutning raforku hér á landi, út skýrslu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í henni kemur fram að fyrirtæki og samfélagið allt verði fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku standi í vegi fyrir eða tefji framgang hagkvæmra verkefna. Þegar allar krónurnar séu taldar sé nokkuð ljóst að takmarkanir í flutningskerfinu hafi mikil neikvæð áhrif á velferð samfélagsins sem og getu Íslands til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ef ekki verði ráðist í stórar framkvæmdir í flutningskerfinu tefjist fleiri verkefni með tilheyrandi kostnaði sem hlaupi á milljörðum — ef ekki tugum milljarða — króna ár hvert.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði