Wow air tapaði 22 milljörðum króna í fyrra að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Þá hafi rekstrartap fjármannsliði, afskriftir og skatta verið neikvæð um 10 milljarða króna.

Munað hafi töluvert um tap sem orðið hafi af sölu fjögurra Airbus-þota til Air Canada undir lok síðasta árs. Þá sé eigið fé félagsins neikvætt um 13,3 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að eigið féð muni lækka enn frekar og verða neikvætt um 14 milljarða króna.

Þá hafi 1,8 milljarða króna ógreidd lendingargjöld gagnvart Isavia verið breytt í 2 ára lán með 6% vöxtum. Alls nemi skuldir Wow air um 20 milljörðum. Arion banki hafi lánað bankanum 1,6 milljarða króna. Þá skuldi Wow flugvélaleigufyrirtækinu Avolon 1,9 milljarða og ALC 1,6 milljarða króna.

Lausafjárstaða Wow air er mjög þröng og ljóst er að Wow þarf á milljörðum að halda. Fréttablaðið segir Arctica Finance nú vinna hörðum höndum að því að safna nýju hlutafé í Wow air. Þá er stefnt að því að veita nánari upplýsingar um viðræður Wow air við kröfuhafa sína um að breyta skuldum í hlutafé sem hluti af endurskipulagningu Wow air síðar í dag.