Heildarlaunakostnaður aðstoðarmanna ráðherra ríkisstjórnarinnar nemur um einum milljarði króna á kjörtímabilinu, en ráðherrarnir ellefu eru með 18 aðstoðarmenn.

Hver aðstoðarmaður ráðherra er með tæpar 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun sem gerir því um 250 milljónir króna á ári að því er RÚV segir frá.

Aðstoðarmenn njóta sömu kjara og skrifstofustjórar í stjórnarráðinu en með hækkun kjararáðs á launum þeirra í fyrrasumar urðu mánaðarlaun þeirra rúmar 989 þúsund krónur. Með fastri yfirvinnu eru launin því á bilinu 1,2 til 1,3 milljónir króna.

Af ellefu ráðherrum hafa sjö þeirra ráðið sér tvo aðstoðarmenn, en hinir fjórir eru:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar en hana aðstoðar Ólafur Teitur Guðnason
  • Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, nýtur liðsinnis Laufeyjar Rúnar Ketilsdóttur.
  • Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur sér til aðstoðar.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra réð svo Borgar Þór Einarsson sér til aðstoðar

Aðrir ráðherrar hafa ráðið sér tvenna aðstoðarmenn, en í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir því að ekki hafa allir aðstoðarmennirnir verið við störf frá byrjun kjörtímabilsins.

Þeir ráðherrar sem hafa tvenna aðstoðarmenn eru:

  • Bjarni Benediktsson forsætisráðherra nýtur liðsinnis Páls Ásgeirs Guðmundssonar og Svanhildar Hólm Valsdóttur.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur síðan aðstoðar Guðmundar Kristjáns Jónssonar og Páls Rafnars Þorsteinssonar.
  • Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra er með þau Gylfa Ólafsson og Ólafíu B. Rafnsdóttur sem sína aðstoðarmenn.
  • Jón Gunnarsson réð síðan Ólaf E. Jóhannesson og Vigdísi Ósk Häsler Sveinsdóttur sem sína aðstoðarmenn.