Engar eignir voru til upp í næstum eins milljarðs króna kröfur í þrotabú félagsins Hraunbær 107 ehf. Félagið átti leiguíbúðir í Árbæjarhverfi á horni Bæjarháls og Hraunbæjar en eigendur þess áttu jafnframt verktakafyrirtækið Ylhús sem reisti húsin. Félagið Hraunbær 107 ehf var úrskurðað gjaldþrota 3. apríl á þessu ári og lauk skiptum 8. ágúst síðastliðinn.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að lýstar kröfur hafi numið 993.738.598 króna en að engar eignir hafi fundist í þrotabúinu upp í þær.