Google stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða sekt upp á 1 milljarða evra að lágmarki fyrir brot á samkeppnislögum Evrópusambandsins. Samkeppnisyfirvöld munu á komandi misserum taka sína fyrstu ákvörðun af þremur varðandi háttsemi Google.

Er búist við því að embættismenn innan ESB muni sekta fyrirtækið fyrir að misnotamarkaðsráðandi stöðu sína á leitarvélamarkaði þegar fyrirtækið setti á laggirnar verslunarþjónustu sína. Gæti sektin orðið sú hæsta sem greidd hefur verið fyrir brot á samkeppnislögum innan ESB og yrði þá hærri en sekt örgjörvaframleiðandans Intel sem hlaut sekt upp á milljarða evra árið 2009.

Stórir evrópskir samkeppnisaðilar Google auk ráðamanna í Frakklandi og Þýskalandi hafa kallað eftir því að Margrethe Vestager forstjóri samkeppniseftirlits taki hart á brotum leitarvélafyrirtækisins.