*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Innlent 4. október 2017 19:16

Milljarður undir hjá strákunum okkar

KSÍ á von á yfir milljarði króna tryggi landsliðið sér sæti á HM í Rússlandi árið 2018.

Ingvar Haraldsson
european pressphoto agency

Knattspyrnusamband Íslands fær að líkindum ríflega milljarð króna, takist karlalandsliðinu að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi árið 2018. Þá fást enn frekari greiðslur fyrir árangur á mótinu.

Lokaleikir Íslands í undankeppni mótsins fara fram á föstudag og mánudag þegar Ísland leikur gegn Tyrklandi í Tyrklandi og Kósóvó á Laugardalsvellinum. Séu önnur úrslit Íslandi hagstæð getur liðið tryggt sér fyrsta sæti í riðlsins og komast þar með beint í lokakeppnina.

FIFA hefur ekki enn gefið út hvernig verðlaunaféð skiptist nákvæmlega milli liða en verði það í sömu hlutföllum og á heimsmeistaramótinu árið 2014 þá mun verðlaunafé liðanna sem detta út í riðlakeppninni nema tæplega 9 milljónum dollara eða um 950 milljónum króna. 

Auk þess stefnur FIFA á að greiða 48 milljónir dollara í undirbúningskostnað til þátttökuþjóðanna 32, eða 1,5 milljón dollara á hvert lið, sem samsvarar 160 milljónum króna. Auk þess er gert ráð fyrir 40 milljónum dollara frá FIFA í uppihald liðanna í Rússlandi, sem samsvarar að meðaltali 1,25 milljónum dollara á lið eða um 134 milljónum króna.

Takist Íslandi að tryggja sér sæti á mótinu fá leikmenn og þjálfarar hluta ágóðans í formi árangursgreiðslna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður skipting verðlaunafésins milli leikmanna og KSÍ áþekk og á Evrópumótinu en þá fengu leikmenn ríflega 40% af heildarverðlaunafénu.

LEIÐRÉTTING: Í Viðskiptablaðinu, prentuðu útgáfunni, kemur fram að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði, sem er tæpur vegna meiðsla, verði ekki í leikmannahópnum í komandi landsleikjum. Það er ekki rétt og biðst Viðskiptablaðið velvirðingar á mistökunum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Skúli Mogensen úttalar sig um módel samkeppnisaðila Wow Air
 • Vaxtalækkun Seðlabankans kom markaðnum á óvart
 • Sérstaða ríkisstarfsmanna í launakjörum
 • Viðtal við David Friedman um lærdóm fyrirtækja í dag af lögum þjóðveldistímans
 • Kerfistregðuna sem geti hindrað þátttöku Íslands í fjórðu iðnbyltingunni
 • Farið er ítarlega ofan í saumana á fjármálum stjórnmálaflokkanna
 • Valdimar Ármann, forstjóri Gamma er í ítarlegu viðtali
 • Skoðaðir eru möguleikar Katalóníu til að standa sjálfstæðir
 • Rætt er um hvaða bækur áhrifafólk í íslensku viðskiptalífi lásu í sumar
 • Nýjar lausnir í ráðningarmálum fyrirtækja
 • Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Árnasona segir frá nýja starfinu
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um breytingar í hinu pólítíska landslagi
 • Óðinn skrifar um launamál
Stikkorð: KSÍ Fifa Tyrkland Kósavó heimsmeistaramótið