Þann 8. september hafði ríkissjóður greitt út milljarð króna til 998 fyrirtækja í lokunarstyrki. Félögum sem skylt var að loka eða stöðva starfsemi vegna heimsfaraldursins fengu rétt á fyrrnefndum styrk.

Þann 7. september höfðu alls 114.532 nýtt ferðagjöfina, hver og einn fær allt að 5.000 krónur og nemur upphæðin því allt að 573 milljónum króna. Á sama tíma höfðu um 158 þúsund manns sótt ferðagjöfina. Þetta er meðal þess sem lesa má á vef Stjórnarráðsins.

Búið er að afgreiða 619 umsóknir frá 273 fyrirtækjum um greiðslu launa á uppsagnarfresti og nemur stuðningurinn um átta milljörðum króna. Alls hafa verið greiddar 200 milljónir króna vegna greiðsla launa í sóttkví.