Það vekur athygli nú þegar Forbes hefur birt lista sinn yfir ríka Bandaríkjamenn í 25 sinn þá dugar ekki lengur að eiga einn milljarð Bandaríkjadala eða 63 milljarða króna til að komast inn á topp 400 listann. Til að komast þangað inn verða menn að eiga 1,3 milljarða dala og fyrir vikið eru 82 milljarðarmæringar úti í kuldanum.

Greinilegt er að veruleg verðbólga hefur átt sér stað meðal auðmanna enda viðmiðið fyrir topp 400 listann hækkað um hvorki meira né minna en 300 milljónir dala.

Og topp 10 á Forbes 400 listanum eru:

1. Bill Gates, Microsoft, $59 milljarðar dala,

2. Warren Buffett, Berkshire Hathaway, $52 milljarðar dala,

3. Sheldon Adelson, spilavíti og hótel, $28 milljarðar dala,

4. Larry Ellison, Oracle, $26 milljarðar dala,

5. - 6.  Sergey Brin og Larry Page, Google, $18.5 milljarðar dala hvor,

7. Kirk Kerkorian, spilavíti og fjárfestingar $18 milljarðar dala,

8. Michael Dell, Dell, $17.2 milljarðar dala,

9. - 10. Charles og David Koch, olía og neytendavörur, $17 milljarðar dala, hvor.

Kirk Kerkorian er sá sem hefur hækkað mest undanfarið en auður hans hefur aukist um 9 milljarða dala á síðustu 12 mánuðum og sjálfsagt eru það nokkrar sárabætur fyrir tap hans á Chrysler. Athygli vekur að Walton fjölskyldan, sem á Wal-Mart verslanakeðjuna, á ekki mann inni á topp listanum í fyrsta sinn síðan 1989.

39 konur eru á topp 400 listanum og eiga þær að meðaltali 4 milljarða dala. 270 þeirra sem eru á listanum eru þar af eigin rammleik. Þar eð að segja, þeir hafa ekki komist þangað fyrir tilverknað fjölskylduauðs.