Bandaríska netleikjasíðan Neopets hefur tekið í notkun nýjan netleik, Professor Milton Clodbottle´s Astounding Habitarium, en það var íslenska tölvuleikjafyrirtækið Gogogic sem þróaði og hannaði leikinn í samstarfi við Nickelodeon, móðurfélag Neopets.

Neopets er í eigu Nickelodeon Virtual Worlds en Nickelodeon er sem kunnugt er ein stærsta afþreyingarsamsteypa Bandaríkjanna á sviði barna- og unglingaafþreyingar.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjur Gogogic af leiknum nemi um 1 milljón Bandaríkjadala, eða um 115-120 milljónum króna. Þá megi gera ráð fyrir frekari tekjum fari svo að leikurinn verði þróaður áfram.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.