Markaðurinn er oft á tíðum einkennilegt og ekki endilega rökrétt dýr og það má til sanns vegar færa í tilviki Haga. Þegar Arion banki leitaði tilboða hjá fjárfestum í Haga fyrir rúmu ári hljóðaði hæsta tilboðið upp á á 10 krónur á hvern hlut en í síðustu sölu Arion banka nú um mánaðamótin, eða um ári síðar, var meðalgengið 17,25 krónur á hlut. Þetta þýðir að fyrir um ári mat markaðurinn Haga á rúma 12 milljarða en þótt litlar sem engar breytingar og alls engar grundvallarbreytingar hafi orðið á Högum, rekstri verslana Haga eða horfum í rekstri félagsins, telur markaðurinn að Hagar séu nú orðnir um 21 milljarðs virði. Er von að einhver spyrji hvað hafi breyst? Gengi bréfa Haga í kauphöllinni stóð í 17,25 nú í vikunni en meðalgengið sem Arion banki fékk fyrir hvert bréf við sölu á félaginu var um 12,8 eða 26% lægra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.