Um 0,35% fékkst upp í 262 milljóna króna kröfur í þrotabú félagsins Bevís ehf. Bevís var í eigu Ingvars Helgasonar ehf. og BNT, sem áttu hvort um sig 50% hlut. Félagið var móðurfélag bílaleiganna Bílaleigunnar Bónus ehf. og ALP ehf. Í kjölfar hrunsins tók Íslandsbanki félagið yfir. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í apríl á þessu ári og lauk skiptum á því undir lok síðasta mánaðar. Skiptastjóri var Jóhannes Albert Sævarsson hrl, samkvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu. Eignirnar sem fundust í búinu voru að fjárhæð rúmlega 2 milljónir króna. Þar með talið var skipatrygging, sem greidd var af þrotamanni. Um 930 þúsund krónur fengust upp í kröfurnar, eða 0,35%.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.