Í maí fjölgaði störfum í Bandaríkjunum um 280 þúsund, sem var vel yfir spám. Á árinu hafa milljón ný störf skapast í landinu.

Atvinnuleysi jókst eilítið og mældist 5,5% í maí. Talið er að rekja megi hækkun á atvinnuleysi til þess að fleiri leituðu sér að vinnu í maí. Sérfræðingar segja atvinnumarkaðuinn í Bandaríkjunum vera sterkann. Á fyrsta ársfjórðungi dróst hagvöxtur saman, áhyggjur voru því hafðar af því að ráðningum myndi fækka.

Laun hækkuðu um 2,3% í maí sem var yfir spám og einn hæsta launahækkun í nærri því tvö ár. Hins vegar er það langt undir 3,5% launhækkun sem bandaríski seðlabankinn vill sjá. Laun eru því einn síðasti mælikvarði á efnahagslífinu til að ná verulegum árangri.